
- 21. júl 2010
- Sigga
- Prentvæn útgáfa
Tebollur
tebollur
Hráefni
Aðferð
3 ½ | dl | hveiti |
1 ½ | tsk | lyftiduft |
¾ | dl | sykur |
½ | dl | rúsínur eða súkkulaði (döðlur eða hnetur) |
100 | gr | smjörlíki |
1 ½ | tsk | kardimommudropar |
1 | stk | egg |
¾ | dl | mjólk |
- Blandið öllum þurrefnunum í skál ásamt söxuðu súkkulaði eða rúsínum
- Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin
- Hrærið saman við með sleif eggi og mjólk þar til deigið verður samfellt
- Mótið með skeið á plötu
- Bakið í miðjum ofni við 180°C í 10-15 mín.