
- 01. maí 2013
- Sigga
- Prentvæn útgáfa
Rice krispies kaka
rice-krispies-kaka
Hráefni
Aðferð
100 | gr | smjör |
100 | gr | suðusúkkulaði |
100 | gr | mars súkkulaði |
4 | msk | síróp |
5 | bollar | rice krispies |
1 | peli | rjómi |
2 | stk | bananar |
- Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og leyfið því að bráðna
- Bætið sírópinu því næst og hrærið vel saman, passið að hafa vægan hita svo blandan brenni ekki.
- Þegar allt er orðið silkimjúkt þá er Rice Krispies blandað út í.
- Hellið blöndunni í form og leyfið botninum að kólna í kæli í lágmark 15 mínútur.
- Þeytið rjómann og skerið bananana í bita
- Dreifið banönum yfir botninn og þeyttan rjóma yfir
Karmellusósa
Hráefni1 | poki | Góu karamellukúlur |
½ | dl | rjómi |
- Bræðið Góa kúlurnar við vægan hita í rjómanum.
- Setjið karamellusósuna í kæli í smá stund áður en þið setjið ofan á rjómann, það er mjög mikilvægt að sósan sé ekki oft heit því þá er hættan sú að rjóminn fari að leka til
- Gott er að geyma kökuna í kæli í 30 mín – 60 mín áður en að hún er borin fram.