
- 28. ágú 2009
- Ester
- Prentvæn útgáfa
Nammigott döðlu- og bananabrauð
nammigott-dodlu-og-bananabraud
Hráefni
Aðferð
200 | g | Döðlur |
2 ½ | dl | Heitt vatn |
2 | stk | Bananar |
1 | tsk | Vínsteinslyftiduft (eða venjulegt lyftiduft) |
1 | tsk | Matarsóti |
½ | tsk | Sjávarsalt |
150 | g | Spelt |
150 | g | Sigtað spelt (má vera hveiti) |
2 | stk | Egg |
2 | msk | Olía |
1 | tsk | Vanilludropar |
Döðlurnar brytjaðar niður og settar í pott ásamt vatninu og suðan látin koma upp, kælt aðeins. Bananarnir stappaðir. Þurrefnunum blandað saman ásamt eggjunum og banana-döðlumaukinu hellt út í og hrært saman.
Sett í aflangt form og bakað í 35-40 mín við 200°
- Ég hef stundum sett 150g af venjulegu spelti og 150g af hveiti, það er mjög gott líka. – Svo baka ég venjulega 2falda uppskrift því hún passar akkúrat í 3 aflöng álform. – Ég skelli oft álpappír yfir brauðin í ofinum ef toppurinn er farinn að dökkna en brauðið samt ekki tilbúið.