
- 06. nóv 2009
- Arnþór
- Prentvæn útgáfa
Kjúklingarúllur með hráskinku
kjuklingarullur-med-hraskinkuAuðveldur og mjög góður kjúklingaréttur
Hráefni
Aðferð
4 | stk | kjúklingabringur |
8 | sneiðar | hráskinka |
8 | stk | sóþurrkaðir tómatar |
rjómaostur | ||
salt og pipar |
- Skerið langsum í hverja bringu, en þó ekki alveg í gegn, þannig að hún verði eins og opin bók.
- Setjið um tvær sneiðar af hráskinku á hverja bringu þannig að ekki sjáist í kjötið.
- Smyrjið rjómaosti yfir hráskinkuna, skerið sólþurrkuðu tómatana í bita og dreifið yfir.
- Rúllið kjúklingnum upp og festið með tannstönglum.
- Steikið rúllurnar á pönnu, þar til brúnar og setjið í heitan 180° ofn í ca. 30 mín.
- Skammtar: 4
- Uppruni:
- aðalréttur, kjúklingur, kvöldmatur 3