
- 10. okt 2009
- Sigga
- Prentvæn útgáfa
Grænmetissúpa með kókos og karrí
graenmetissupa-med-kokos-og-karri
Hráefni
Aðferð
2 | msk | kókosolía |
1 | stk | púrrulaukur, smátt skorin |
2 | stk | hvítlauksrif |
2 | msk | curry paste |
2 | msk | gott mango chutney |
1 | msk | tómatpúrra |
600 | gr | niðurskorið allskonar grænmeti |
td.sæt kartafla, gulrót, blómkál, sellerí, kartöflur | ||
2 | dósir | kókosmjólk |
600 | ml | vatn |
smá biti fersk engiferrót, afhýdd (2-3cm) | ||
2 | stk | limelauf |
10 | cm | biti sítrónugras |
smá biti | ferskur chili, stærð fer eftir því hvað þú vilt hafa súpuna sterka/milda | |
1 | tsk | grænmetiskraftur |
smá salt | ||
1 | búnt | ferskur kóríander |
Setjið kókosolíu í pott og bætið púrru, hvítlauk, currypasteinu útí og látið mýkjast í 2-3 mín.
Bætið grænmetinu, tómatpúrru og mangó chutney útí.
Hellið kókosmjólkinni og vatninu útí ásamt grænmetiskrafti, engifer, limelauf, sítrónugrasi og ferskur chili.
Látið sjóða í 15-20 mín.
Smakkið til með salti og klippið ferskan kóríander yfir.
- Skammtar: 4
- Uppruni:
- aðalréttur, grænmetisréttur, súpur 7