
- 16. ágú 2009
- Arnþór
- Prentvæn útgáfa
Fajitas pottréttur
fajitas-pottrettur
Hráefni
Aðferð
3 | stk | tortilla bökur |
1 | stk | steiktur kjúklingur, rifinn niður |
fajitas krydd | ||
2 | rif | hvítlaukur |
1 | stk | laukur |
1 | stk | paprika |
½ | askja | sveppir |
2 | dl | salsasósa |
rifin mozzarella | ||
fersk steinselja |
- Skerið tortilla bökurnar í strimla, setjið á bökunarplötu og inní ofn þar til stökkir (ca. 10 mín við 180°)
- Velgjið kjúklinginn upp á pönnu með fajitas kryddinu.
- Skerið hvítlaukinn smátt. Skerið einnig laukinn, paprikuna og sveppina í bita og steikið á pönnu.
- Blandið saman kjúklingnum, grænmetinu og salsasósunni í eldfast móti og svo efst tortilla strimlana.
- Stráið mozzarella yfir all og bakið í ofni við 180° þar til osturinn er farin að brúnast.
- Skerið steinseljuna smátt og stráið yfir réttinn.
Borið fram með sýrðum rjóma og salsa sósu.
- Skammtar: 4
- Uppruni:
- kjúklingur, kvöldmatur, pottréttur